Markmið ELF verkefnisins er að útbúa tæki til að læra, kenna og deila þekkingu í gegnum útinám. Nemendur takast á við viðfangsefni tengd sjálfbærni og hnattrænni hlýnun í gegnum menntun í náttúruvísindum og landfræðilegar upplýsingar.
Kennarar og nemendur efla skapandi og gagnrýna hugsun og ELF hvetur bæði nemendur og kennara til að flétta útivist inn í nám og kennslu.