ELF Project

Afurðir

Afurðir verkefnisins eru vefsíða og smáforrit sem nemendur og kennarar geta notað til að útbúa leiki og leiðir sem gera þeim kleift að takast á við fyrirbæri í eigin nærumhverfi.

Á vefsíðunni verður hægt að setja upp gagnvirka leiki í nærumhverfinu þar sem álfar og tröll veita nemendum upplýsingar og leiðbeiningar. Vefsíðan styður við lærdómsmarkmið ELF verkefnisins og auðveldar kennurum og nemendum að búa til leiki og leiðir byggða á landfræðilegum upplýsingum í þeirra nærumhverfi.

Snjallforritið er einfalt í notkun fyrir nemendur og er gagnlegt tæki til að styðja við útinám. Gagnvirkir spurningaleikir í forritinu tryggja sjálfbæran lærdóm nemenda og hjálpa þeim að styrkja færni sína. Þar er líka að finna myndbönd og kennsluefni sem opnast þegar nemendur mæta á fyrir fram skilgreinda staði.